Biden og Scholz funda í Hvíta húsinu

Leiðtogarnir munu ræða ágang Rússa við Úkraínu.
Leiðtogarnir munu ræða ágang Rússa við Úkraínu. AFP

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands og Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, munu hittast á fundi í Hvíta húsinu þann 7. febrúar næstkomandi til að ræða yfirgang Rússa gagnvart Úkraínu. Þetta staðfestir Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Heimsókn Scholz gefur tækifæri til að styrkja enn frekar böndin á milli Bandaríkjanna og Þýskalands. Leiðtogarnir munu ræða sameiginlega skuldbindingar sínar og viðleitni til að reyna að koma í veg fyrir frekari ágang Rússa við Úkraínu,“ segir Psaki.

Innrás Rússa í Úkraínu vofir yfir, en yfir 100 þúsund rússneskir hermenn hafa safnast við landamæri ríkjanna. Aðildarríki NATO og vinveittar þjóðir eru með orrustuþotur og herskip reiðubúin til þess að liðsinna úkraínskum hermönnum komi til innrásar Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert