Bandaríkin hafa formlega hafnað kröfum Rússa um að útiloka Úkraínu frá NATO. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf ekkert eftir í svörum sínum til Rússa en segist hafa boðið upp á diplómatíska leið út úr krísunni, sem Rússar ættu að taka. BBC greinir frá.
Rússneskur ráðherra sagði að nú yrði rýnt í svör Blinken, en þau voru afhent Rússum í samstarfi við NATO.
Rússar höfu gert lista yfir áhyggjuefni vegna stækkunar hernaðarbandalags NATO og fleiri öryggisþætti. Meðal þeirra krafa sem Rússar settu fram var að Úkraína og fleiri ríki yrðu útilokuð frá inngöngu í NATO.
Innrás Rússa í Úkraínu er talin yfirvofandi en yfir 100 þúsund rússneskir hermenn hafa safnast við landamæri ríkjanna síðustu daga. Vestræn ríki telja að Rússar séu að undirbúa innrás en stjórnvöld í Moskvu hafa neitað því.
Blinken segist hafa gert Rússum grein fyrir þeim grundvallaratriðum sem yrðu virt, þar á meðal fullveldi Úkraínu og rétti hvers ríkis til að velja hvort það sækti um aðild bandalagi á borð við NATO.
Hann sagði að enginn skylda efast um háttvísi Bandaríkjanna í samskipti við önnur ríki. Brugðist yrði við yfirgangi Rússa af krafti og varnir Úkraínu styrktar í samvinnu við aðra. Það væri svo Rússa að ákveða hvernig þeir brygðust við. Bandaríkin væru tilbúin hver sem niðurstaðan yrði.