Lyfjastofnun Evrópu hefur samþykkt notkun lyfsins Paxlovid frá Pfizer, sem það fyrsta í töfluformi sem er leyft í Evrópu.
Rannsóknir hafa sýnt að lyfið fækkar innlögnum á sjúkrahús og dauðsföllum hjá sjúklingum sem eiga í hættu á alvarlegum veikindum af völdum Covid-19. Einnig gæti lyfið verið áhrifaríkt gegn Ómíkron-afbrigðinu.
Litið er á töfluna sem mögulegt risaskref í baráttunni við að binda enda á faraldurinn, enda má gleypa töfluna heima við en ekki eingöngu á sjúkrahúsi.
Bandaríkin, Kanada og Ísrael eru á meðal þeirra þjóða sem hafa þegar gefið grænt ljós á notkun lyfsins.