Samþykkja Covid-töflu frá Pfizer

Frá gerð Paxlovid á rannsóknarstofu í Þýskalandi í nóvember.
Frá gerð Paxlovid á rannsóknarstofu í Þýskalandi í nóvember. AFP

Lyfja­stofn­un Evr­ópu hef­ur samþykkt notk­un lyfs­ins Paxlovid frá Pfizer, sem það fyrsta í töflu­formi sem er leyft í Evr­ópu.

Rann­sókn­ir hafa sýnt að lyfið fækk­ar inn­lögn­um á sjúkra­hús og dauðsföll­um hjá sjúk­ling­um sem eiga í hættu á al­var­leg­um veik­ind­um af völd­um Covid-19. Einnig gæti lyfið verið áhrifa­ríkt gegn Ómíkron-af­brigðinu.

Paxlovid.
Paxlovid. AFP

Litið er á töfl­una sem mögu­legt risa­skref í bar­átt­unni við að binda enda á far­ald­ur­inn, enda má gleypa töfl­una heima við en ekki ein­göngu á sjúkra­húsi.

Banda­rík­in, Kan­ada og Ísra­el eru á meðal þeirra þjóða sem hafa þegar gefið grænt ljós á notk­un lyfs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert