Hvað verður um eigur Epsteins?

Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein í einkaþotu Epstiens.
Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein í einkaþotu Epstiens. AFP

Þegar auðkýfingurinn Jeffrey Epstein lést, skildi hann eftir sig miklar eignir og var dánarbú hans metið á um sexhundruð milljónir bandaríkjadala. Fjármunir, einkaþota, fasteignir og einkaeyja, stórhýsi á Manhattan í New York og búgarður í Nýju Mexíkó eru á meðal eigna í dánarbúinu.

Hvað verður um allar þessar eignir? Þessari spurningu er velt upp í The New York Times. 

Skattar, viðhald fasteigna, geymsla á listasafni og 121 milljón dala greiðsla sem samið hafði verið um fyrir yfir 135 konur sem Epstein braut á kynferðislega, margar hverjar á meðan þær voru börn, hafa saxað á eignir Epsteins sem nú eru metnar á aðeins þriðjung á við þegar hann fyrirfór sér í fangelsi, 66 ára að aldri, fyrir um tveimur og hálfu ári. 

Stærstu útgjöld dánarbúsins eru sem stendur lögfræðikostnaður; þrjátíu milljónir dala hafa hingað til verið greiddar til lögfræðistofu sem ráðin var í að greiða úr málum dánarbúsins. Fjöldi lögfræðinga vinna við að greiða út bætur, koma eignum í verð, og klóra sig í gegnum flókin fjármál manns sem áður setti eigin aflandsbanka á fót.

Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell.
Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. AFP

Vinnu lögfræðinganna er hvergi nærri lokið. Dánarbúið stendur í vörn vegna ákæra fyrir fjársvik og þá hefur Ghislaine Maxwell, fyrrum kærasta Epsteins sem var nýlega dæmd sek fyrir aðild að brotum hans og mansal, gert kröfu á dánarbúið um að það greiði lögfræðikostnað hennar.

Ekki fyrr en öllu ofangreindu  er lokið er hægt að koma því sem eftir stendur út samkvæmt skilmálum sjóðs sem Epstein setti á fót og gerði að erfði allt. Erfðaskrá Epsteins var uppfærð aðeins tveimur dögum áður en hann dó.

Smáatriði skilmálanna hafa eki verið gerðir opinberir, en Karyna Shuliak, sem var kærasta Epsteins þegar hann dó erfir stærsta hlut hans. Hún hefur afþakkað að tjá sig um málið við fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert