Hvað verður um eigur Epsteins?

Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein í einkaþotu Epstiens.
Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein í einkaþotu Epstiens. AFP

Þegar auðkýf­ing­ur­inn Jef­frey Ep­stein lést, skildi hann eft­ir sig mikl­ar eign­ir og var dán­ar­bú hans metið á um sex­hundruð millj­ón­ir banda­ríkja­dala. Fjár­mun­ir, einkaþota, fast­eign­ir og einka­eyja, stór­hýsi á Man­hatt­an í New York og búg­arður í Nýju Mexí­kó eru á meðal eigna í dán­ar­bú­inu.

Hvað verður um all­ar þess­ar eign­ir? Þess­ari spurn­ingu er velt upp í The New York Times. 

Skatt­ar, viðhald fast­eigna, geymsla á lista­safni og 121 millj­ón dala greiðsla sem samið hafði verið um fyr­ir yfir 135 kon­ur sem Ep­stein braut á kyn­ferðis­lega, marg­ar hverj­ar á meðan þær voru börn, hafa saxað á eign­ir Ep­steins sem nú eru metn­ar á aðeins þriðjung á við þegar hann fyr­ir­fór sér í fang­elsi, 66 ára að aldri, fyr­ir um tveim­ur og hálfu ári. 

Stærstu út­gjöld dán­ar­bús­ins eru sem stend­ur lög­fræðikostnaður; þrjá­tíu millj­ón­ir dala hafa hingað til verið greidd­ar til lög­fræðistofu sem ráðin var í að greiða úr mál­um dán­ar­bús­ins. Fjöldi lög­fræðinga vinna við að greiða út bæt­ur, koma eign­um í verð, og klóra sig í gegn­um flók­in fjár­mál manns sem áður setti eig­in af­l­ands­banka á fót.

Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell.
Jef­frey Ep­stein og Ghislaine Maxwell. AFP

Vinnu lög­fræðing­anna er hvergi nærri lokið. Dán­ar­búið stend­ur í vörn vegna ákæra fyr­ir fjár­svik og þá hef­ur Ghislaine Maxwell, fyrr­um kær­asta Ep­steins sem var ný­lega dæmd sek fyr­ir aðild að brot­um hans og man­sal, gert kröfu á dán­ar­búið um að það greiði lög­fræðikostnað henn­ar.

Ekki fyrr en öllu of­an­greindu  er lokið er hægt að koma því sem eft­ir stend­ur út sam­kvæmt skil­mál­um sjóðs sem Ep­stein setti á fót og gerði að erfði allt. Erfðaskrá Ep­steins var upp­færð aðeins tveim­ur dög­um áður en hann dó.

Smá­atriði skil­mál­anna hafa eki verið gerðir op­in­ber­ir, en Karyna Shul­iak, sem var kær­asta Ep­steins þegar hann dó erf­ir stærsta hlut hans. Hún hef­ur afþakkað að tjá sig um málið við fjöl­miðla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert