Einn af síðustu minnisvörðum Hong Kong-borgar um mótmælin á Tiananmen, Torgi hins himneska friðar, í Peking í Kína árið 1989, hefur verið hulinn.
Um er að ræða skrift á malbiki brúar í borginni en yfirvöld hafa nú sett málmstykki yfir.
Á vef BBC er greint frá því að Hong Kong er einn af fáum stöðum sem hafa leyft almenningi að minnast mótmælanna.
Þann 4. júní 1989 voru hundruð lýðræðissinnaðra mótmælenda myrt af kínverskum yfirvöldum á Tiananmen-torginu. Fjöldamorðin eru afar eldfimt umræðuefni í kínversku samfélagi.