Hylja yfir einn af síðustu minnisvörðunum

Skriftin var á brú í Hong Kong.
Skriftin var á brú í Hong Kong. Ljósmynd/BBC

Einn af síðustu minnisvörðum Hong Kong-borgar um mótmælin á Tiananmen, Torgi hins himneska friðar, í Peking í Kína árið 1989, hefur verið hulinn.

Um er að ræða skrift á malbiki brúar í borginni en yfirvöld hafa nú sett málmstykki yfir.

Á vef BBC er greint frá því að Hong Kong er einn af fáum stöðum sem hafa leyft almenningi að minnast mótmælanna.

Þann 4. júní 1989 voru hundruð lýðræðissinnaðra mót­mæl­enda myrt af kín­versk­um yf­ir­völd­um á Tian­an­men-torg­inu. Fjölda­morðin eru afar eld­fimt umræðuefni í kín­versku sam­fé­lagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert