Lést er tré féll á hana vegna óveðurs

Stormurinn Malik geisar nú á norðurhluta Bretlands.
Stormurinn Malik geisar nú á norðurhluta Bretlands. AFP

Kona lést í Bretlandi eftir að hún varð undir tré sem féll í óveðrinu Malik sem geisar nú yfir Skotland, norðurhluta Englands og Norður-Írland.

Á vef BBC er greint frá því að konan var á sextugs aldri og bjó í Aberdeen-borg í Skotlandi þar sem vindhviður hafa náð um 40 m/s.

Þúsundir búa nú við rafmagnsleysi þar sem að tré og greinar hafa slitið rafmagnslínur.

Lögreglan hefur hvatt fólk til þess að ferðast einungis ef brýn nauðsyn er til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert