Kona lést í Bretlandi eftir að hún varð undir tré sem féll í óveðrinu Malik sem geisar nú yfir Skotland, norðurhluta Englands og Norður-Írland.
Á vef BBC er greint frá því að konan var á sextugs aldri og bjó í Aberdeen-borg í Skotlandi þar sem vindhviður hafa náð um 40 m/s.
Þúsundir búa nú við rafmagnsleysi þar sem að tré og greinar hafa slitið rafmagnslínur.
Lögreglan hefur hvatt fólk til þess að ferðast einungis ef brýn nauðsyn er til.