Það eru ekki margir kattavinir sem eru eins stórtækir og Rússinn Tatyana Zelenskaya, en þessi mikli dýravinur hefur komið upp griðastað fyrir meira en eitt hundrað ketti á heimili sínu í Novosibirsk.
Borgin er hin þriðja stærsta í Rússlandi og stundum kölluð höfuðborg Síberíuhéraðs.
Á heimilinu er allt til staðar til að taka á móti flækingsköttum, köldum, hröktum og svöngum. Sérstök búr eru á heimilinu þar sem hver og einn köttur fær að dvelja meðan frú Zelenskaya sinnir honum, fæðir og hugar að framtíð hans.
Skjólið hefur spurst út í kattasamfélaginu í borginni og er aldrei skortur á mjálmandi gestum fyrir utan húsinu svo frúin hefur nóg að iðja alla daga allan ársins hring.