Minnka spennu á landamærunum

Vladimír Pútín og Emmanuel Macron.
Vladimír Pútín og Emmanuel Macron. AFP

Emmanuel Macon Frakklandsforseti og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segjast sammála um að nauðsynlegt sé að draga úr spennu á landa­mær­um Úkraínu og Rúss­lands.

Forsetarnir ræddu saman í rúma klukkustund í gær og lagði Pútín áherslu á að ekki stæði til að ráðast inn í Úkraínu.

Samkvæmt frétt AFP-fréttaveitunnar virða forsetarnir hvorn annan en eru þó ekki sammála um ýmis atriði.

Að fundi loknum ítrekaði Macron stuðning við Úkraínu í samtali við þarlendan forseta, Volody­myr Zelen­sky.

Zelensky hefur biðlað til Vest­ur­landa að skapa ekki óreiðu vegna ástands­ins á landa­mær­um Úkraínu við Rúss­land. 

Zelen­sky gagn­rýndi jafn­framt í gær ákv­arðanir banda­rískra, breskra og ástr­alska yf­ir­valda um að flytja frá Úkraínu fjöl­skyld­ur diplómata. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka