Emmanuel Macon Frakklandsforseti og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segjast sammála um að nauðsynlegt sé að draga úr spennu á landamærum Úkraínu og Rússlands.
Forsetarnir ræddu saman í rúma klukkustund í gær og lagði Pútín áherslu á að ekki stæði til að ráðast inn í Úkraínu.
Samkvæmt frétt AFP-fréttaveitunnar virða forsetarnir hvorn annan en eru þó ekki sammála um ýmis atriði.
Að fundi loknum ítrekaði Macron stuðning við Úkraínu í samtali við þarlendan forseta, Volodymyr Zelensky.
Zelensky hefur biðlað til Vesturlanda að skapa ekki óreiðu vegna ástandsins á landamærum Úkraínu við Rússland.
Zelensky gagnrýndi jafnframt í gær ákvarðanir bandarískra, breskra og ástralska yfirvalda um að flytja frá Úkraínu fjölskyldur diplómata.