Níu ára drengur lést í Bretlandi síðdegis í dag eftir að tré féll á hann. Drengurinn er annar til að láta lífið í storminum Malik sem herjar nú á Bretlandi en í morgun lést kona á sextugsaldri.
Á vef BBC er greint frá því að drengurinn bjó í Winnothdale nærri Manchester-borg.
„Fjölskylda drengsins nýtur stuðnings sérþjálfaðs starfsfólks,“ sagði í yfirlýsingu lögreglu á svæðinu en karlmaður varð einnig fyrir sama tré og drengurinn. Maðurinn er á spítala.
Tugir þúsunda búa nú við rafmagnsleysi þar sem að tré og greinar hafa slitið rafmagnslínur.