13 fórust í rútuslysi

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP

Að minnsta kosti 13 fórust og tíu eru slasaðir eftir að rúta valt í Mexíkó í gær. Tveir hinna látnu voru börn eða ungmenni.

Samkvæmt frétt AFP-fréttaveitunnar voru 23 í rútunni sem var á leið til bæjarins San Juan de Los Lagos þar sem árleg trúarhátíð kaþólskra fer fram, þó hátíðinni hafi verið aflýst í ár sökum kórónuveirufaraldursins.

Þegar hátíðin fer fram sækja hana árlega um tvær milljónir manna.

Fimm þeirra sem létust í gær köstuðust út úr rútunni en mannskæð bílslys eru býsna algeng í Mexíkó.

Í fyrra létust 16 þegar rúta og flutningabíll lentu saman í norðurhluta landsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert