Leiðbeina hlustendum að upplýsingum um veiruna

Daniel Ek, forstjóri Spotify.
Daniel Ek, forstjóri Spotify. AFP

Streymisveitan Spotify segist ætla að leiðbeina hlustendum hlaðvarpa, sem fjalla um kórónuveiruna, að frekari upplýsingum um heimsfaraldurinn.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að lista­fólkið Neil Young og Joni Mitchell létu fjar­lægja tónlist sína af Spotify vegna hlaðvarps­stjórn­and­ans Joes Rog­ans, sem þau telja veita rang­ar upp­lýs­ing­ar um veiruna. 

Þá tjáðu Harry Bretaprins og Meg­h­an Markle her­togaynja af Sus­sex streym­isveit­unni af áhyggj­um sín­um vegna falsfrétta um veiruna.

„Við erum að vinna að því að bæta við upplýsingasíðu við alla hlaðvarpsþætti sem innihalda umræður um Covid-19. Síðan mun beina hlustendum á vefsíður sem innihalda staðreyndir sem hafa verið sannaðar með gögnum af vísindamönnum og heilbrigðisyfirvöldum um allan heim, ásamt traustum heimildum,“ sagði Daniel Ek, forstjóri Spotify í yfirlýsingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert