Eitt stærsta eldflaugaskot Norður-Kóreu

Eldflauginni var skotið í tilraunaskyni en vopnið var millidræg eldflaug …
Eldflauginni var skotið í tilraunaskyni en vopnið var millidræg eldflaug sem náði tvö þúsund kílómetra hæð áður en það kom niður í Japanshafi. AFP

Norður-Kórea skaut í dag eldflaugaskoti sem talið er vera eitt það stærsta hingað til frá árinu 2017. Eldflauginni var skotið í tilraunaskyni en vopnið var millidræg eldflaug sem náði tvö þúsund kílómetra hæð áður en það kom niður í Japanshafi.

Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Japan, Suður-Kórea og Bandaríkin hafa öll fordæmt skotið, sem er sjöunda prófun eldflaugavopna Norður-Kóreu í þessum mánuði. Sameinuðu Þjóðirnar banna Norður-Kóreu að gera tilraunir með kjarnorkuvopn og hafa beitt ströngum refsiaðgerðum.

Tímasetning tilraunanna sé merkileg

Kim Jong-un, æðsti leiðtogi og einræðisherra Norður-Kóreu, hefur ögrað banni Sameinuðu Þjóðanna og heitið því að styrkja varnir landsins. Sérfræðingar benda til þess að margar ástæður liggi að baki fjölda skotvopna.

Þar á meðal pólitískt merki um styrk til hnattrænna og svæðisbundinna stórvelda, löngun Kim Jong-un til að þrýsta á Bandaríkin aftur til kjarnorkuviðræðna sem lengi hafa staðið í stað og einnig raunhæf þörf á að prófa nýtt herstjórnarkerfi.

Íbúar í Seoul í Suður-Kóreu horfa á eldflaugaskotið á lestarstöð.
Íbúar í Seoul í Suður-Kóreu horfa á eldflaugaskotið á lestarstöð. AFP

Tímasetningin þykir einnig vera merkileg en tilraunirnar koma rétt fyrir vetrarólympíuleikana í Kína og fyrir forsetakosningarnar í Suður-Kóreu í mars.

Suður-Kórea greindi frá því að skotið hafi átt sér í morgun undan austurströnd Norður-Kóreu. Japanskir og Suður-Kóreskir embættismenn töldu að eldflaugin hafi náð tvö þúsund kílómetra hæð og flogið í hálftíma í 800 kílómetra fjarlægð.

Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa varað við kjarnorkutilraununum og að langdrægar kjarnorkutilraunir tilraunir gætu verið á næsta leiti hjá Norður-kóreu. Bandaríkin hafa hvatt Norður-Kóreu til að „forðast frekari óstöðugleikaaðgerðum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert