Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það vera „skyldu sína“ að koma Johnson úr ráðherraembætti.
Cummings hefur verið mjög gagnrýnin á fyrrverandi yfirmann sinn og meðal annars kallað hann „algjöran asna (e. fuckwit)“.
The Guardian greinir frá því að Cummings hafi sent sönnunargögn til Sue Gray, sérstaks saksóknara, sem rannsakað hefur sóttvarnabrot í Downingstræti.
Cummings segir það vera „óþægilegt en nauðsynlegt starf“ að koma forsætisráðherranum úr embætti.
Búist er við að Johnson verði afhent skýrsla Grey á næstu dögum en að hún verði að stórum hluta yfirstrikuð til að koma í veg fyrir mögulega hlutdrægni.