Segir það „skyldu sína“ að koma Johnson úr embætti

Dom­inic Cumm­ings, fyrr­ver­andi ráðgjafi Boris John­son.
Dom­inic Cumm­ings, fyrr­ver­andi ráðgjafi Boris John­son. AFP

Dom­inic Cumm­ings, fyrr­ver­andi ráðgjafi Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, seg­ir það vera „skyldu sína“ að koma John­son úr ráðherra­embætti.

Cumm­ings hef­ur verið mjög gagn­rýn­in á fyrr­ver­andi yf­ir­mann sinn og meðal ann­ars kallað hann „al­gjör­an asna (e. fuckwit)“.

The Guar­di­an grein­ir frá því að Cumm­ings hafi sent sönn­un­ar­gögn til Sue Gray, sér­staks sak­sókn­ara, sem rann­sakað hef­ur sótt­varna­brot­ í Down­ingstræti.

Cumm­ings seg­ir það vera „óþægi­legt en nauðsyn­legt starf“ að koma for­sæt­is­ráðherr­an­um úr embætti. 

Bú­ist er við að John­son verði af­hent skýrsla Grey á næstu dög­um en að hún verði að stór­um hluta yf­ir­strikuð til að koma í veg fyr­ir mögu­lega hlut­drægni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert