12 veislur, 300 ljósmyndir og 500 blaðsíður

Tiltekin atriði voru afmáð úr skýrslu Sue Gray, um veisluhöld …
Tiltekin atriði voru afmáð úr skýrslu Sue Gray, um veisluhöld á Downingsstræti 10, áður en hún var birt, vegna rannsóknar lögreglu. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur fall­ist á að birta skýrslu Sue Gray í fullri lengd eft­ir að lög­reglu­rann­sókn máls­ins lýk­ur, en til­tek­in atriði voru afmáð úr skýrsl­unni áður en hún var birt, til að koma í veg fyr­ir hlut­drægni í ákv­arðana­töku í máli lög­regl­unn­ar um fé­sekt­ir.

Lög­regl­an í Lund­ún­um hef­ur ekki gefið upp ná­kvæm­ari tím­aramma í tengsl­um við rann­sókn­ina, en þann að hún ætti ekki að taka meira en ár. Til rann­sókn­ar eru tólf veisl­ur og gögn­in sem liggja fyr­ir í mál­inu telja yfir 300 ljós­mynd­ir og 500 blaðsíður.

Bor­is John­son var viðstadd­ur þrjár af þess­um veisl­um, hið minnsta, að því sem fram kem­ur í skýrsl­unni.

Boris Johnson á í hættu að samþykkt verði vantrausttillaga á …
Bor­is John­son á í hættu að samþykkt verði van­traust­til­laga á hend­ur hon­um og þar með yrði hann að víkja úr embætti for­sæt­is­ráðherra. AFP

Sue Gray mun birta upp­færða skýrslu í fullri lengd

Þá mun for­sæt­is­ráðherr­ann einnig óska eft­ir því að Sue Gray, sér­stak­ur sak­sókn­ari og höf­und­ur skýrsl­unn­ar, upp­færi skýrsl­una ef ný gögn koma fram í mál­inu.

John­son kom fram fyr­ir þingið í dag og baðst af­sök­un­ar á því sem mis­fórst við veislu­höld í Down­ingstræti 10 meðan á út­göngu­banni stóð, og því hvernig ásak­an­ir um brot á sótt­varn­a­regl­um hafa verið meðhöndlaðar. 

Málið hef­ur þó vakið reiði og van­traust á hend­ur for­sæt­is­ráðherr­an­um og ein­hverj­ir vilja að hann víki úr embætti. John­sons stend­ur því í ströngu nú að tryggja sér nægi­leg­an stuðning á þing­inu. Grannt er fylgst með gangi mála á BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert