Grindr hverfur úr appverslunum í Kína

Stefnumótaappið Grindr hefur horfið úr fjölda appverslana í Kína en …
Stefnumótaappið Grindr hefur horfið úr fjölda appverslana í Kína en Grindr er vinsælt stefnumóta app fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk. AFP

Stefnumótaappið Grindr hefur horfið úr fjölda appverslana í Kína en appið hefur notið gríðarlegra vinsælda meðal samkynhneigðs, tvíkynhneigðs og trans-fólks um allan heim.

Kínversk stjórnvöld í ritskoðunarherferð

Hvarf Grindr úr appverslunum í Kína er talið tengjast mánaðarlangri ritskoðunarherferð þarlendra stjórnvalda sem snýst um að hreinsa internetið af ólöglegu og viðkvæmu efni fyrir kínverska nýárið og Ólympíuleikana sem haldnir verða í Peking í ár, að því er fréttastofa AFP greinir frá.

Þótt samkynhneigð hafi verið aflæpavædd í Kína árið 1997 eru hjónabönd samkynhneigðra enn ólögleg þar í landi og málefni hinsegin fólks talin vera tabú.

Samkæmt gögnum frá símarannsóknarfyrirtækinu Qimai var Grindr fjarlægt úr appverslun Apple í Kína á fimmtudaginn síðastliðinn.

Þá skilar leit að appinu í helstu leitarvélum í Kína engum niðurstöðum heldur.

Google Play verslunin, þar sem hægt er að kaupa hin ýmsu öpp, er ekki aðgengileg í Kína.

Kínverjar geta þó enn hlaðið niður kínverska appinu Blued sem er sambærilegt Grindr.

Hreinsa veraldarvefinn fyrir kínverska nýárið

Kínverska leikjafyrirtækið Beijing Kunlun Tehc, sem átti Grindr, seldi fjárfestum appið árið 2020 vegna þrýstings frá bandarískum yfirvöldum sem höfðu áhyggjur af mögulegri mistnotkun kínverja á gögnum úr appinu.

Netöryggissveitin í Kína tilkynnti á þriðjudag að hún hyggðist ganga enn harðar fram í að reyna útrýma sögusögnum, klámi og öðru efni af veraldarvefnum.

Herferðin miði að því að gera netið að „siðmenntaðri“ og „heilbrigðari“ í augum almennings fyrir nýja árið, að því er forsvarsmenn netöryggissveitarinnar greindur frá í yfirlýsingu.

Á síðasta ári létu kínversk stjórnvöld loka fjölda WeChat-reikninga sem tilheyrðu réttindahópum hinsegin fólks í háskólasamfélaginu í Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert