Handteknir grunaðir um að hafa myrt lögregluþjóna

Tveir þýsk­ir lög­regluþjón­ar, 24 ára göm­ul kona og 29 ára …
Tveir þýsk­ir lög­regluþjón­ar, 24 ára göm­ul kona og 29 ára gam­all karl­maður, voru skotn­ir til bana snemma í morg­un. AFP

Yfirvöld í Þýskalandi hafa handtekið tvo sem grunaðir eru um að hafa orðið tveimur lögregluþjónum að bana í dag.

Tveir þýsk­ir lög­regluþjón­ar, 24 ára göm­ul kona og 29 ára gam­all karl­maður, voru skotn­ir til bana snemma í morg­un eft­ir að þeir stöðvuðu bif­reið við reglu­bundið eft­ir­lit í Ku­sel-héraði í Rínar­lönd­um.

38 ára karlmaður var handtekinn í Saarlandi í vesturhluta landsins skömmu eftir að lögregla gaf út yfirlýsingu þar sem fram kom að maðurinn væri eftirlýstur. 32 ára karlmaður var síðar handtekinn eftir leit lögreglu.

Umfangsmikil leitaraðgerð var gerð eftir morðin, þar sem lögregla sagðist í fyrstu hvorki hafa lýsingu á umræddu ökutæki né vita í hvaða átt það hefði keyrt af stað.

Setji líf sitt í hættu á hverjum degi

Innanríkisráðherra Þýskalands, Nancy Faeser, líkti glæpnum við aftöku og sagði að hann sýndi „að lögreglumenn setji líf sitt í hættu á hverjum degi fyrir öryggi okkar“.

Stétt­ar­fé­lag lög­reglu­manna í Þýskalandi hef­ur lýst yfir mik­illi sorg vegna and­láts lög­regluþjón­anna tveggja og seg­ir fé­lags­menn sína í áfalli.

„Hug­ur okk­ar er með aðstand­end­um þeirra sam­starfs­manna okk­ar sem lét­ust vegna of­beld­is­verks er þeir sinntu skyldu­störf­um,“ sagði formaður fé­lags­ins í yf­ir­lýs­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert