Leit stendur yfir að F15-orrustuþotu japanska hersins sem hvarf af ratsjá fyrr í dag, skömmu eftir flugtak.
Talsmaður japanska flughersins sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að þotan hefði misst samband við flugturn skömmu eftir flugtak og horfið af ratsjá.
Vélin hvarf af ratsjám úti Ishikawa-héraði þar sem hún var yfir Japanshafi.
Vélin tekur tvo flugmenn en talsmaður flughersins vildi ekki staðfesta hversu margir eru um borð.