Olíuleki í Amazon-skógi

Grjót skall á olíuleiðslu sem gaf sig.
Grjót skall á olíuleiðslu sem gaf sig. AFP

Olíuleki í austurhluta Ekvador hefur náð út í á sem er meginvatnsspretta frumbyggjasamfélaga á svæðinu.

Olíulekinn nær yfir tvo hektara verndaðs lands. Áin sem um ræðir nefnist Coca og er hún ein stærsta áin í Amazon-regnskóginum.

Heljarinnar úrkoma varð til þess að það losnaði um grjóthnullung sem valt af stað og skall á olíuleiðslu á vegum fyrirtækisins OCP Ecuador.

Unnið er að því að gera við leiðsluna en skaðinn hefur þegar átt sér stað hvað varðar mengun á vatninu og mun það óhjákvæmilega hafa töluverð áhrif á frumbyggjasamfélögin við ána. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert