18 látið lífið eftir mikil flóð

Að minnsta kosti 18 hafa látið lífið og hátt í 50 slasast í flóði sem varð í Quito, höfuðborg Ekvador. Vatnsstraumurinn hefur rifið með sér bíla og valdið miklum skemmdum á byggingum. Þá varð einnig rafmagnslaust í hluta borgarinnar eftir að rafmagnsstaurar féllu í vatnsstraumnum.

16 manns er nú saknað og hafa 46 særst, þar af sex alvarlega.

Úrhellisrigning var í gær í Ekvador en slíkt magn af rigningu hefur ekki sést frá því árið 2003. Er flóðið eitt það umfangsmesta í tvo áratugi.

Vísindamenn telja að loftslagsbreytingar ýti undir hættu á mikilli rigningu með auknum hlýindum í andrúmsloftinu.

Slökkviliðsmenn og hermenn hjálpast að við að leita að fórnarlömbum.
Slökkviliðsmenn og hermenn hjálpast að við að leita að fórnarlömbum. AFP

Flæddi yfir íþróttasvæði

Tugir hermanna voru kallaðir út til að aðstoðað fólk við að leita skjóls frá flóðinu og hafa margir verið fluttir í skýli. Búið er að meðhöndla marga við ofkælingu.

Santiago Guarderas borgarstjóri Quito sagði úrhellisrigninguna hafa verið svo mikla að hún hafi yfirbugað varnir í fjallshlíðum við borgina sem átti að grípa vatnið.

Mikið magn vatns streymdi niður hlíðina í kjölfarið sem flæddi yfir íþróttasvæði þar sem blakíþróttamenn voru við æfingar og áhorfendur fylgdust með. Ekki liggur fyrir hversu margir þeirra eru meðal fórnarlambanna sem létust.

Unnið er nú að því að ryðja vegi og laga þær varnir sem brugðust.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert