Átta látist vegna snjóflóða á tveimur dögum

Hitabreytingar hafa valdið snjóflóðum í Austurríki.
Hitabreytingar hafa valdið snjóflóðum í Austurríki. AFP

Einn lést og fjórir aðrir særðust þegar snjóflóð féll í vesturhluta Austurríkis í dag. Í gær létust sjö vegna tveggja snjóflóða á svæðinu.

Mikil hlýindi hafa fylgt miklu fannfergi sem hefur leitt til snjóflóða á svæðinu.

Á vef The Guardian er greint frá því að maðurinn sem lést í dag í Tíról var 58 ára gamall.

Þá lést 42 ára gamall austurrískur leiðsögumaður í gær ásamt fjórum Svíum sem voru allir karlmenn á fertugsaldri. 

Tveir austurískir skíðamenn létust einnig í gær í þriðja slysinu sem varð af völdum snjóflóða. Um var að ræða 61 árs gamla konu og sextugan karlmann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert