Bandarískir hermenn komnir til Póllands

Bandarískir hermenn er þeir komu til Þýskalands í gær.
Bandarískir hermenn er þeir komu til Þýskalands í gær. AFP

Bandarískir hermenn komu til Póllands í morgun. Þangað voru þeir sendir vegna ákvarðanar Atlantshafsbandalagsins um að senda aukinn fjölda hermanna til Austur-Evrópu af ótta við innrás Rússa í Úkraínu.

„Fyrsti hópurinn lenti á flugvellinum í Jesionka“ í suðvesturhluta Póllands, sagði herforinginn Przemyslaw Lipczynski. Hann bætti við að meirihluti þeirra 1.700 hermenna sem átti að koma til landsins sé væntanlegur þangað fljótlega.

Í síðustu viku sögðust stjórnvöld í Washington ætla að senda um þrjú þúsund hermenn í viðbót til Evrópu til varnar aðildarríkjum NATO.

Tvö þúsund þessara hermenna voru staðsett í Bandaríkjunum og fljúga þeir bæði til Póllands og Þýskalands. Eitt þúsund hermenn í Þýskalandi fara til Rúmeníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka