Björgunaraðgerðum lokið

Marokkóska þjóðin er sögð „halda í sér andanum á meðan …
Marokkóska þjóðin er sögð „halda í sér andanum á meðan borað er á snigilshraða“ síðasta spölinn. AFP

Björgunaraðgerðir vegna fimm ára drengs sem féll ofan í brunn eru komnar á lokastig og er Marokkóska þjóðin sögð „halda í sér andanum á meðan borað er á snigilshraða“ síðasta spölinn.

Aðeins áttatíu sentímetrar skilja björgunarsveitir frá drengnum og geta björgunarsveitir aðeins borað 20 sentímetra á klukkustund.

Uppfært 21:00

Búið er að bjarga drengnum, ástand hans er óljóst.

Fjöldi fólks fylgist með aðgerðinni.
Fjöldi fólks fylgist með aðgerðinni. AFP

Hafa ekki gefið upp vonina

Rayan, drengurinn sem um ræðir, hefur dvalið neðanjarðar á botni brunnsins í alls fimm daga, eftir hann féll í hann á þriðjudag.

Björgunaraðgerðir hafa, sem segir, gengið hægt þar sem hætta er á að jarðvegurinn á svæðinu gefi sig.

Myndefni sem náðst hefur af drengnum sýnir hann liggjandi á hliðinni, að sögn Abdelhadi Tamrani, sem stýrir aðgerðinni.

Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í fimm daga.
Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í fimm daga. AFP

Björgunaraðilar hafa þó ekki gefið upp vonina að hann sé á lífi.

Þrátt fyrir það er „ómögulegt að segja með fullri vissu að hann sé á lífi,“ sagði Tamrani.

Fjöldi fólks fylgist með aðgerðinni og hvetur björgunaraðila áfram. Því lengra sem líður, því minni líkur eru á að honum verði bjargað þaðan á lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert