„Einlæg ósk“ að Kamilla verði drottning

Elísabet Bretlandsdrottning fangar 70 árum á valdastól.
Elísabet Bretlandsdrottning fangar 70 árum á valdastól. AFP

Elísabet Bretlandsdrottning hefur tilkynnt að hún vilji að Kamilla, hertogaynja af Cornwall, verði drottning þegar Karl Bretaprins verður konungur.

Karl Bretaprins og Kamilla, hertogaynja af Cornwall.
Karl Bretaprins og Kamilla, hertogaynja af Cornwall. AFP

Í yfirlýsingu í tilefni af 70 ára drottningarafmæli sínu sagði Elísabet að það væri „einlæg ósk“ hennar að Kamilla fengi titilinn. 

Á vef BBC er greint frá því að áður var talið að Kamilla yrði titluð sem aðeins prinsessa og eiginkona konungs. 

Talsmaður Karls og Kamillu sagði að þau væru „snortin og að um mikinn heiður væri að ræða“. Þau hafa verið gift frá árinu 2005.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert