Fyrrverandi ráðherra krefst afsagnar Johnsons

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Bæst hef­ur í hóp þing­manna breska Íhalds­flokks­ins sem krefjast af­sagn­ar Boris­ar John­sons, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, vegna veislu­halds í Down­ingstræti 10.

Ráðherr­ann fyrr­ver­andi, Nick Gibb, hef­ur lýst yfir van­trausti sínu á for­sæt­is­ráðherr­ann og seg­ir að aðrir íhalds­menn séu bál­reiðir yfir því að John­son hafi „sniðgengið á sví­v­irðileg­an hátt“ Covid-regl­ur sem hann sjálf­ur setti.

Blaðið Daily Mirr­or grein­ir frá því að ljós­mynd af John­son hald­andi á bjór í af­mæl­is­veislu í Down­ingstræti hafi verið af­hent lög­reglu, að sögn BBC. 

Rishi Sunak.
Ris­hi Sunak. AFP

Blaðið seg­ir einnig að mynd­in sé ein af 300 sem lög­regl­an hafi und­ir hönd­um vegna 12 viðburða. Talið er að op­in­ber ljós­mynd­ari for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins hafi tekið mynd­irn­ar.

Fram kem­ur að á mynd­inni sjá­ist for­sæt­is­ráðherr­ann halda á bjórdós á viðburði í her­bergi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Down­ingstræti í júní 2020, á meðan strang­ar sótt­varna­tak­mark­an­ir voru í gildi í land­inu, ásamt fjár­málaráðherr­an­um Ris­hi Sunak.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert