Rússar sagðir undirbúa allsherjarinnrás í Úkraínu

Hermenn á æfingu í yfirgefnu borginni Pripyat, skammt frá kjarnorkuverinu …
Hermenn á æfingu í yfirgefnu borginni Pripyat, skammt frá kjarnorkuverinu í Tsjernóbíl. AFP

Rússar hafa sett aukinn kraft í undirbúning fyrir allsherjarinnrás í Úkraínu en óljóst er hvort stjórnvöld í Moskvu hafi ákveðið að taka skrefið til fulls. Bandarískir embættismenn greindu frá þessu.

Rússar hafa safnað saman 110 þúsund hermönnum við landmæri Úkraínu, sem er hliðholl Vesturlöndum. Eru það um 70% þess herliðs sem þörf er talin á fyrir innrásina. Samkvæmt upplýsingum Bandaríkjamanna er óljóst hvort Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, hafi í raun og veru ákveðið að ráðast þangað inn.

Embættismennirnir vöruðu þingmenn við því að herlið Rússa við landmærin styrkist með hverjum degi sem líður og þar með veitir það Pútín þann kraft sem hann þarf á halda fyrir allsherjarinnrás með um 150 þúsund hermönnum um miðjan febrúar.

Pútín á setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Peking.
Pútín á setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Peking. AFP

Þeir greina frá því að Pútín vilji hafa alla möguleika uppi á borðum, allt frá því að ráðast eingöngu inn í Donbas-hérað í Úkraínu, sem er hliðhollt Rússum, eða að efna til innrásar í allt landið.

Rússar hafa neitað því að ætla að ráðast inn í Úkraínu.

Ef Rússar ráðast inn með fullum krafti gæti herinn tekið yfir höfuðborginna Kænugarð og steypt forsetanum Volodymyr Zelensky af stóli á 48 klukkustundum, að sögn embættismannanna.

Þeir reikna með því að slík árás gæti orðið 25 til 50 þúsund almennum borgurum að bana, ásamt 5-25 þúsund úkraínskum hermönnum og 3-10 þúsund rússneskum hermönnum.

Einnig gæti fjöldi flóttamanna streymt yfir til Póllands, eða ein til fimm milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert