Kínverskir vísindamenn segjast hafa þróað nýtt veirupróf, sem nota má til að skima fyrir Covid-19, jafn nákvæmt og PCR-próf en skili niðurstöðum innan fárra mínútna.
Víða eru PCR-próf talin hvað áreiðanlegust bæði hvað varðan næmni og nákvæmni þegar kemur að því að greina kórónuveiruna sem veldur Covid-19 en greining þeirra tekur nokkrar klukkustundir.
Í sumum löndum hafa komið upp verulegar tafir á greiningu sýna þar sem rík krafa er til þess að fara í sýnatöku, sérstaklega eftir að hið bráðsmitandi Ómíkron-afbrigði veirunnar tók að breiðast út.
Nú telja vísindamenn við Fudan háskóla í Sjanghæ sig hafa fundið lausnina.
Í ritrýndri grein sem kom út á mánudaginn í vísindatímaritinu Nature Biomedical Engineering segir að nemi sem þeir hafi þróað geti greint erfðaefni úr sýnum og þannig dregið úr þörfinni fyrir tímafrek PCR-próf.