Macron segist hafa sannfært Pútín

Macron og Selenskí fyrir fund þeirra í dag.
Macron og Selenskí fyrir fund þeirra í dag. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist hafa sannfært Vladimír Pútín forseta Rússlands um að magna ekki Úkraínudeiluna upp á nýtt stig.

Greindi hann frá þessu fyrir fund sinn með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, í Kænugarði í dag.

Þangað hafði hann flogið frá Moskvu eftir fimm klukkustunda fund með Pútín yfir kvöldverði í Kreml í gærkvöldi.

Segist Macron hafa boðið Pútín „pottþéttar öryggistryggingar“, á sama tíma og fleiri Vesturlönd reyna að svara þeirri miklu söfnun herliðs Rússa sem átt hefur sér stað við landamæri Úkraínu.

Viltu rétta mér saltið. Pútín og Macron áttu fund yfir …
Viltu rétta mér saltið. Pútín og Macron áttu fund yfir kvöldverð í Kreml í gærkvöldi. AFP

Markmiðið að „frysta leikinn“

„Ég náði því fram, að það verður hvorki nein hnignun né stigmögnun,“ tjáði franski forsetinn blaðamönnum áður en hann gekk til fundar við forseta Úkraínu, Volodimír Selenskí.

„Markmið mitt var að frysta leikinn, að koma í veg fyrir stigmögnun og opna á ný sjónarhorn,“ sagði Macron. „Því markmiði hefur verið náð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert