Rússneskar og hvít-rússneskar hersveitir munu hefja sameiginlegar heræfingar við landamæri Úkraínu bráðlega.
Frá þessu er greint á vef BBC.
Æfingarnar, sem munu standa í tíu daga, hafa valdið auknum áhyggjum diplómata og leiðtoga vestrænna ríkja af viðbúnaði Rússa við landamærin.
Samkvæmt upplýsingum frá Atlantshafsbandalaginu (NATO) er um að ræða mesta vígbúnað Rússa með Hvítrússum síðan í kalda stríðinu. Fulltrúar Bandaríkjanna segja æfingarnar til þess fallnar að bæta þegar hátt spennustig við landamærin.
Rússar hafa ítrekar neitað fyrir nokkrar fyrirætlanir um að ráðast inn í Úkraínu þrátt fyrir að hafa stefnt yfir 100 þúsund hermönnum að landamærum Úkraínu. Fyrir heit sem flestir vestrænir leiðtogar og sérfræðinga í varnarmálum taka með fyrirvara.