Verðbólga í Bandaríkjunum 7,5 prósent

Verðbólgudraugurinn lætur á sér kræla víðar en á Íslandi.
Verðbólgudraugurinn lætur á sér kræla víðar en á Íslandi. AFP

Þrálát hækkun á verðbólgu er ekki aðeins staðan á Íslandi (5,7 prósent) heldur náði verðbólgan í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, 7,5 prósentum og hefur ekki verið meiri í fjóra áratugi.

Greint er frá þessu á vef Wall Street Journal.

Verðbólgan þar líkt og víða um heim er drifin áfram af mikilli eftirspurn á neytendahliðinni og brestum í aðfangakeðjum vegna heimsfaraldurs Covid-19. 

Vinnumálastofnun Bandaríkjanna hefur gefið út að vísitala neysluverðs sé í hæstu hæðum síðan árið 1982.

Hin svokallaða kjarnavísitala, sem mælir ekki verðbreytingar á sveiflukenndum vörum á borð við mat og orku, hækkaði um sex prósent í janúar í Bandaríkjunum á milli ára. Það er sömuleiðis mesta hækkun vísitölunnar í nærri fjörutíu ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka