Bættist í hóp mótmælenda eftir lögbann

Pallbílar mynda vegtálma.
Pallbílar mynda vegtálma. AFP

Vörubílstjórar og eigendur pallbíla í Kanada hafa myndað vegtálma á lykilbrú milli Kanada og Bandaríkjanna til þess að mótmæla sóttvarnaaðgerðum kanadískra stjórnvalda síðustu vikur. Eftir að kanadískir dómstólar dæmdu mótmælin ólögmæt og skipuðu mótmælendum að hverfa á brott fjölgaði mótmælendum. 

Vegtálminn, sem er gríðarlega langur, hefur lamað lykilverslunarleið í Norður-Ameríku. Leiðin liggur frá Windsor, Ontario til bandarísku borgarinnar Detroit.

Mikil pressa er nú á Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, til þess að leysa málið.

Joe Biden Bandaríkjaforseti áréttaði áhyggjur sínar af stöðunni við Trudeau og lýsti því yfir að vegtálminn væri að hafa skaðleg áhrif á bandarísk fyrirtæki.

Verslunarleiðin er farin af 40 þúsund manns daglega og flutningabílar flytja vörur yfir leiðina sem eru metnar á um 323 milljónir dala að meðaltali. Um 25% af allri verslun landanna fer fram í gegnum verslunarleiðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert