Biden og Pútín funda í dag

Biden vildi flýta fundi þeirra Pútíns.
Biden vildi flýta fundi þeirra Pútíns. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútin, forseti Rússlands, munu ræða saman í dag, en í gær varaði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við því að innrás Rússa í Úkraínu, gæti hafist á næstu dögum. Ný gögn bentu til þess að innrás gæti jafnvel hafist á meðan Vetrarólympíuleikarnir í Peking stæðu yfir, en þeim lýkur 20. febrúar. The Guardian greinir frá.

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa hvatt alla Bandaríkjamenn sem staddir eru í Úkraínu til að yfirgefa landið innan tveggja sólarhringa. Fleiri ríki hafa gert slíkt hið sama. Þar á meðal Danir og Norðmenn og eru Íslendingar hvattir til að fylgjast með viðvörunum annarra Norðurlandaþjóða. Þá hafa Ástralir, Bretar, Lettar og Hollendingar einnig hvatt ríkisborgara sína til að fara frá Úkraínu.

Biden og Pútín munu ræða saman í síma, en Pútín krafðist þess að símafundurinn færi fram á mánudag. Biden vildi hins vegar funda fyrr vegna þeirra þeirra gagna sem fram hafa komið um yfirvofandi innrás Rússa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert