Hollenska ríkisflugfélagið KLM hefur tilkynnt að það sé hætt flugferðum til Úkraínu að sinni, þar til annað verður ákveðið.
Ákvörðunin kemur í kjölfar aukins ótta um að her Rússlands geri sig reiðubúinn til innrásar í Úkraínu.
„Næsta flug til höfuðborgarinnar Kyiv er á áætlun í kvöld, en það verður ekki farið,“ segir í yfirlýsingu flugfélagsins.
Tekið er fram að þetta hafi verið afráðið vegna svokallaðrar rauðrar ferðaviðvörunar og eftir umfangsmikla öryggisgreiningu.