Merkar minjar í hættu

Í ár eru 19 aldir frá því að Rómverjar hófust …
Í ár eru 19 aldir frá því að Rómverjar hófust handa við að reisa Hadríanusarvegginn á norðurjaðri Rómarveldis í Englandi. AFP

Rómverjar reistu Hadríanusarvegginn á Bretlandi fyrir 1900 árum. Enn hefur aðeins verið grafið efir broti af þeim fornminjum, sem þar er að finna, og í fréttaskýringu frá fréttaveitunni AFP kemur fram að vegna loftslagsbreytinga gæti tíminn verið naumur.

Mörg þúsund hermenn, margir með fjölskyldur, bjuggu við múrinn, sem er 118 km á lengd og nær frá vesturströnd Englands til austurstrandarinnar. Múrinn var á mörkum Rómarveldis og umfangsmestu fornminjar á Englandi frá tímum Rómverja.

Hafist var handa við að reisa múrinn 122 eftir Krists burð í stjórnartíð Hadríanusar keisara. Markaði hann skilin á milli þess hluta Bretlands, sem Rómverjar lögðu undir sig, og Kaledóníu, sem þeir náðu ekki á sitt vald. Átti múrinn að hjálpa til við að halda aftur af barbörunum eins og Rómverjar kölluðu þá og stöðva árásir að utan.

Við virkið Vindolanda, sem er um 50 km norður af Newcastle við ána Tyne, hefur verið grafið eftir minjum.

„Mikið af landinu við Hadríanusarvegginn er fen og mýrar, mjög blautur, mjög rakur jarðvegur, sem hefur varðveitt fornminjarnar í næstum tvö þúsund ár,“ sagði Andrew Birley, sem hefur stjórnað uppgreftri á þessum slóðum og er framkvæmdastjóri Vindolanda-sjóðsins, í samtali við AFP. „En hlýnun fylgja loftslagsbreytingar.“

Tveir menn kanna Housesteads-virkið við Hadríanusarvegginn á Englandi. Fornleifafræðingar hafa …
Tveir menn kanna Housesteads-virkið við Hadríanusarvegginn á Englandi. Fornleifafræðingar hafa aðeins grafið eftir og rannsakað brot af þeim minjum sem talið er að þar sé að finna og nú eru þær í hættu vegna hlýnunar. AFP

Jarðvegurinn hitnar hraðar en loftið. Jarðvegur, sem áður var rakur, þornar og við það kemst súrefnið að.

„Þegar súrefnið kemst að molna hlutir, sem eru mjög viðkvæmir, hlutir úr leðri og tré og vefnaður, rotna og glatast að eilífu,“ sagði Birley.

Jarðvegurinn hitnar hraðar en loftið. Jarðvegur, sem áður var rakur, þornar og við það kemst súrefnið að.

„Þegar súrefnið kemst að molna hlutir, sem eru mjög viðkvæmir, hlutir úr leðri og tré og vefnaður, rotna og glatast að eilífu,“ sagði Birley.

Þökk sé svörtum, rökum jarðveginum eru minjarnar ótrúlega heillegar og sjá má minnstu smáatriði.

„Þessar minjar eru stórkostlegar því að þær hafa gerbreytt hugmyndum okkar um Rómarveldi og rómverska herinn. Við héldum að þarna hefðu aðeins verið karlar, en það var mikið af konum og börn hlupu um,“ sagði hann. „Ef þessar minjar hefðu ekki varðveist hefðum við ekki þessar upplýsingar og nú gætu loftslagsbreytingar komið í veg fyrir að við bætum við þennan fróðleik.“

Nánar er fjallað um Hadríanusarvegginn og verðmæti fornminjanna, sem þar hafa fundist, í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert