Rússar segjast hafa fundið bandarískan kafbát

Tundurspillirinn Sjaposnikov marskálkur.
Tundurspillirinn Sjaposnikov marskálkur. Ljósmynd/Shipspotting

Rússneskur tundurspillir varð var við bandarískan kafbát nærri Kúríleyjum, innan landhelgi Rússlands, og neyddi kafbátinn til að yfirgefa landhelgina.

Frá þessu greinir varnarmálaráðuneytið í Moskvu í tilkynningu, á sama tíma og sívaxandi spenna ríkir vegna söfnunar herliðs á landamærum Rússlands og Úkraínu.

Suður af Kamsjatka

Í tilkynningunni segir að tundurspillirinn Sjaposnikov marskálkur hafi fundið bandaríska kafbátinn innan landhelginnar við Kúríleyjar, en þær liggja suður af Kamsjatkaskaga á austurströnd Rússlands.

Þegar kafbáturinn hafi hundsað kröfur Rússa um að yfirgefa svæðið, þá hafi áhöfn tundurspillisins „beitt viðeigandi ráðstöfunum“. Ekki er útskýrt nánar hvað átt er við með því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert