Yfirvöld í Úkraínu hafa tilkynnt að lofthelgi yfir landinu verði haldið opið fyrir alþjóðlega flugumferð þrátt fyrri að Vesturlönd hafi varað við heræfingum Rússa við landamærin og að innrás geti hafist hvenær sem er. AFP-fréttastofan greinir frá.
Hollenska ríkisflugfélagið KLM tilkynnti það í gær að væri hætt flugferðum til Úkraínu að sinni, vegna yfirvofandi hættu.
Þá tilkynnti úkraínska lággjaldaflugfélagið SkyUp að vél sem átti að fara frá Portúgal til Kænugarðs í dag yrði að lenda í Moldóvu þar sem vélin eru í eigu írskrar flugvélaleigu sem hefur afturkallað flugleyfi til Úkraínu.
Innviðaráðherra Úkraínu tilkynnti í dag að lofthelgi yrði haldið opið og að unnið væri í því að dragar úr áhættu fyrir flugvélar. Neyðarfundur fór fram í dag vegna mögulegrar hættu á að alþjóðaflug til landsins falli niður.
Gert er ráð fyrir því að fleiri flugfélög fylgi KLM á næstunni og hætti flugferðum til Úkraínu vegna aukins kostnaðar við tryggingar og þeirri hættu sem vofir yfir vegna hugsanlegrar innrásar Rússa.
Árið 2014 var farþegavél Malaysia Airlines MH17 skotin niður þegar hún flaug yfir átakasvæði í austurhluta Úkraínu. Vélin var á leið frá Kuala Lumpur og allir 298 farþegarnir létust. En sá hörmulegi atburður er enn mörgum í fersku minni.