Símtalið gefur ekki efni til bjartsýni

Heræfingar Rússa og Hvít-Rússa eru í fullum gangi.
Heræfingar Rússa og Hvít-Rússa eru í fullum gangi. AFP

Símtal Joe Biden Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta gefur ekki efni til bjartsýni að sögn Johns Kirby, talsmanns Pentagon.

Símtalið, sem varaði í rétt rúma klukkustund, fjallaði að mestu um ástandið á landamærum Úkraínu og yfirvofandi innrás Rússa.

Hæfist með sprengjuregni

Að sögn Kirby er spennan einungis að magnast. Pútín hafi ekki sýnt nein merki um það að hann vilji fara diplómatísku leiðina né að hann ætli að draga herinn til baka frá landamærunum.

Bandarískir ráðamenn hafa á síðustu dögunum varað Rússa við afgerandi svari, komi til innrásar.

Innrás Rússa geti hafist á næstu dögum og að hún myndi líklega hefjast með sprengjuregni, sem myndi leiða til dauða almennra borgara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert