Fjórir hafa fundist látnir og fimmtán til viðbótar er saknað eftir að spænskur togari sökk undan austurströnd Kanada í nótt.
Björgunarfólki tókst að bjarga þremur úr áhöfninni og hefur leitinni verið haldið áfram á svæðinu hjá Nýfundnalandi þar sem skipið sökk, að sögn talsmanns spænska samgönguráðuneytisins.
Uppfært kl. 14.42:
Kanadískt björgunarfólk segist vongott um að fleiri finnist á lífi eftir að skipið sökk.