Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist ekki vilja fara í stríð. Enn frekar er hann tilbúinn að vinna með Vesturlöndum að öryggismálum til að draga úr spennunni vegna Úkraínu.
„Við erum tilbúin að vinna frekar saman. Við erum tilbúin að fara í samningaviðræður,“ sagði Pútín á blaðamannafundi eftir viðræður við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í Morskvu í dag.
Fyrr í dag var greint frá því að stjórnvöld í Úkraínu teldu að viðræður við Rússa hafi tekist og að innrás væri því ekki lengur yfirvofandi.
Pútín sagði á blaðamannafundinum að auðvitað vilji Rússar ekki fara í stríð en þó geti ríkið ekki litið framhjá því hvernig Bandaríkin og NATO hafi túlkað meginregluna um öryggishagsmuni – að ekkert ríki ætti að styrkja öryggi sitt á kostnað annarra.
Scholz sagði að það væri gott merki að búið væri að kalla hersveitir til baka.
Sömuleiðis sagði hann að til að halda öryggi í Evrópu þá þyrfti samstarf við Rússland.