Leiðtogar Evrópusambandsins hittast í Brussel á morgun til að ræða mögulegar úrlausnir á krísunni við landamæri Úkraínu og Rússlands.
Viðræður þeirra munu eiga sér stað fyrir fund við leiðtoga Afríkuríkja, að því er fram kemur í tísti Barend Leyts, talsmanni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Mikil óvissa ríkir enn vegna yfirvofandi innrásar Rússa í Úkraínu.
Samkvæmt yfirlýsingu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu munu hersveitir Rússa hörfa frá landamærunum þar sem æfingum þeirra við Krímskaga er lokið. Hafa þeir þvertekið fyrir ásakanir um mögulega innrás undanfarnar vikur.
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins sagði í dag yfirlýsinguna ekki standast. Þvert á móti hafi Rússar verið að auka vígbúnað sinn.