Að minnsta kosti 55 manns eru látnir eftir að skyndiflóð og aurskriður skullu á borginni Petropolis í Brasilíu. Einfaldar götur breyttust í beljandi stórfljót sem hrifu með sér byggingar í borginni, sem þekkt er fyrir fegurð sína.
Björgunarlið hefur keppst við að finna eftirlifendur í rústunum eftir að mánaðarmagn af rigningu féll á bæinn yfir aðeins þrjár klukkustundir í gær.
Borgin liggur í brekkunum norður af stórborginni Rio de Janeiro.
Óttast er að tala látinna muni hækka enn frekar. Í það minnsta 21 hefur þegar verið bjargað lifandi úr rústunum.