Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, þakkaði í dag Guðna Th. Jóhannessyni forseta fyrir stuðningsyfirlýsingu sem hann sendi frá sér á Twitter í dag.
Í tístinu lýsti Guðni yfir fullri samstöðu með bandamönnum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í ákalli til Rússa um að minnka hernaðarleg umsvif á landamærum Úkraínu og virða lýðræði og landhelgi landsins.
I am grateful to the President of Iceland @PresidentISL for his words of support and unity with 🇺🇦! Strong Ukraine and solidarity of international partners is the key to peace and security in Europe. 🇺🇦🤝🇮🇸 #StrongerTogether
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) February 16, 2022
Volodimír Selenskí kveðst afar þakklátur fyrir stuðningsyfirlýsingu Guðna og segir að samstaða með alþjóðlegum bandamönnum sé lykillinn að friði og öryggi í Evrópu.
Selenskí hafði áður lýst því yfir að 16. febrúar yrði einingardagur í landinu í kjölfar þess að sú spá varð útbreidd á meðal Vesturlanda að innrás Rússa hæfist í dag.
Sendiherra Rússlands gagnvart Evrópusambandinu hefur aftur á móti sagt að stríð í Evrópu hefjist sjaldan á miðvikudögum.
As Ukraine observes a Day of Unity on February 16, I send my greetings to President @ZelenskyyUa and all the people of 🇺🇦
— President of Iceland (@PresidentISL) February 16, 2022
Iceland is united with @NATO Allies to call on Russia to deescalate and respect the sovereignty & territorial integrity of Ukraine⤵️ https://t.co/ZcRhti1Z2r