Selenskí þakkar Guðna fyrir stuðningsyfirlýsingu

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, þakkaði í dag Guðna Th. Jóhannessyni …
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, þakkaði í dag Guðna Th. Jóhannessyni forseta. Samsett mynd

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, þakkaði í dag Guðna Th. Jóhannessyni forseta fyrir stuðningsyfirlýsingu sem hann sendi frá sér á Twitter í dag.

Í tístinu lýsti Guðni yfir fullri samstöðu með bandamönnum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í ákalli til Rússa um að minnka hernaðarleg umsvif á landamærum Úkraínu og virða lýðræði og landhelgi landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert