Bandarískar hersveitir komu til Slóvakíu í dag og tóku þátt í fjölþjóðlegri heræfingu í ljósi aukinnar spennu milli Rússlands og Úkraínu. Taka 1.200 hermenn þátt í henni og verður notast við 500 herflutningstæki en fyrstu hermennirnir komu til Slóvakíu í morgun.
Kallast æfingin Saber Strike 22 og leggur áherslu á samstarf milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO), að sögn slóvanska yfirherforingjans Daniels Zmeko.
Segir hann að æfingin sé til þess fallin að auka samstarf við mikilvægasta strategíska bandamann Slóvakíu, Bandaríkin, en fyrsta herþotan lenti hlaðin herbúnaði á herstöðvunum í Kuchyna-héraði. Kom hún frá Þýskalandi.
Bandarískar hersveitir hafa hingað til ekki verið með herstöðvar í Slóvakíu en landið hefur stutt við bakið á Úkraínu og er dyggur meðlimur NATO.