Bandarískir hermenn lenda nærri Úkraínu

C-17 Globemaster-herflutningavél kemur inn til lendingar.
C-17 Globemaster-herflutningavél kemur inn til lendingar. AFP

Hundruð bandarískra fallhlífahermanna lentu á pólskum flugvelli nærri landamærum Úkraínu síðdegis í gær.

Þangað hafa þeir verið sendir ásamt þúsundum annarra hermanna til að bæta í varnir Atlantshafsbandalagsins á austurjaðri þess.

Hermenn stíga frá borði vélarinnar.
Hermenn stíga frá borði vélarinnar. AFP

Beint um borð í rútur

Blaðamenn AFP á staðnum sáu hermenn stíga frá borði tveggja Boeing C-17 herflutningavéla og ganga beint um borð í rútur á Rzeszow-flugvellinum, sem er um 100 kílómetra frá landamærunum.

Hermenn voru einnig fluttir með Black Hawk- og Chinook-þyrlum frá flugvellinum.

„Við vitum það ekki enn þá,“ sagði liðþjálfi á staðnum, þegar blaðamaður spurði hversu lengi þeir gætu komið til með að vera.

Bifreiðar hersins á tímabundinni herstöð nærri flugvellinum.
Bifreiðar hersins á tímabundinni herstöð nærri flugvellinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert