Engan sakaði þegar að áhöfn var bjargað af panömsku flutningaskipi rétt utan við Asóreyjar í Norður-Atlantshafi eftir að eldur braust út um borð.
Áhöfninni, sem taldi 22 einstaklinga, var bjargað af portúgalska sjóhernum og flutt á Asóreyjuna Faial.
Skipið Felicity Ace, sem er hannað til bifreiðaflutninga, var um 170 kílómetra suðvestur af eyjunni þegar tilkynning um eld barst.
Í kjölfarið var áhöfnin flutt yfir á olíuflutningaskipið Resilient Warrior áður en þyrla á vegum hersins var send til að flytja hana á þurrt land.
Engin merki um mengun í sjónum hafa verið sjáanleg og eru yfirvöld að meta hvernig skynsamlegast sé að draga Felicity Ace að landi.