Þúsundir heimila í Norður-Englandi eru enn án rafmagns eftir að óveðrið Dudley fór yfir Bretland í nótt. Ekki tekur betra við því búist er við að óveðrið Eunice fylgi strax í kjölfarið.
Breska veðurstofan hefur gefið út viðvörun um að veðrið verði lífshættulegt á nær öllu Englandi á morgun.
Búist er við að vindur nái allt að 45 m/s og þá gæti mikil snjókoma fylgt og jafnvel snjóbylur.
Fólki í Englandi og Wales hefur verið ráðlegt að halda sig heima, að því er segir í umfjöllun Telegraph.