Boðar stórar heræfingar á morgun

Vladimir Pútín Rússlandsforseti fylgist með á morgun.
Vladimir Pútín Rússlandsforseti fylgist með á morgun. AFP

Rússnesk yfirvöld boða stórar heræfingar á morgun en segja þær á engan hátt tengjast spennunni við landamærin að Úkraínu. Vlaidmir Pútín Rússlandsforseti ætlar sjálfur að fylgjast með æfingunum.

Æfingarnar munu meðal annars ná til kafbátaflota Rússlands, sem munu æfa skot með bæði langdrægum eldflaugum og stýriflaugum. Sögðu fulltrúar í Kreml að tilraunir með langdrægar eldflaugar væru hluti af hefðbundnum æfingum, og að ekki ætti að tengja þær við ástandið í Úkraínu.

Alls eru um 149 þúsund rússneskir hermenn við landamæri Úkraínu, samkvæmt rússneska varnarmálaráðuneytinu. Bandaríkjamenn segja hins vegar rússnesku hermennina allt að 190 þúsund.

Fjöldi þjóðarleiðtoga kemur saman í München í Þýskalandi í dag á öryggisráðstefnu. Enginn fulltrúi Rússa verður á ráðstefnunni og er það í fyrsta skipti frá árinu 1999 sem þeir eru fjarverandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert