Mesta sprengjuregnið í yfir fjögur ár

Íbúar í bænum Svitlodarsk í austurhluta Úkraínu eru uggandi eftir …
Íbúar í bænum Svitlodarsk í austurhluta Úkraínu eru uggandi eftir að skotárás hófst þar í morgun. AFP

Íbúar í bænum Svitlodarsk í austurhluta Úkraínu vöknuðu upp við vondan draum þegar skotárás hófst í útjaðri bæjarins í morgun.

„Þetta er eitthvað sem við höfum ekki heyrt í eitt ár. Við gefum því varla gaum þegar við heyrum í vélbyssunum en í þetta skiptið var þetta háværara,“ segir Yulia Kovaleva, félagsráðgjafi frá Svitlodarsk, í samtali við fréttastofu BBC.

33 vopnahlésbrot tilkynnt það sem af er degi

Átök brutust út í austurhluta Úkraínu árið 2014 en vopnahléssamkomulag náðist 2015. Það sem af er degi hafa úkraínsk stjórnvöld tilkynnt 33 vopnahlésbrot af hálfu aðskilnaðarsinna hliðhollra Rússum.

Þá hafa íbúar í bænum Stanytsia Luhanska einnig þurft að þola síendurteknar skotárásir undanfarna daga í fyrsta sinn síðan árið 2017. Fyrir þremur árum síðan var bærinn fyrsti staðurinn þar sem herafli var dreginn til baka og hefur hann því fram að þessu talinn táknrænn fyrir vopnahléið.

Skotárásin morgun olli miklu tjóni á heimilum fólks í bænum.
Skotárásin morgun olli miklu tjóni á heimilum fólks í bænum. AFP

Segir ástandið á svæðinu vera ógnvekjandi

Fréttir hafa einnig borist um skotárásir á svæðum í Úkraínu sem eru á valdi aðskilnaðarsinna, þar með talið frá útjaðri Donetsk-borgar sem varð fyrir árás úkraínskra hersveita í dag. Árásirnar undanfarna daga hafa leitt til rafmagnsleysis í þremur nærliggjandi þorpum.

Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, segir ástandið á svæðinu vera „ógnvekjandi“.

Oleksiy Danilov, hjá öryggis- og varnarráði Úkraínu vill þó meina að stórstríð sé ekki ennþá hafið ennþá heldur hafi Úkraínuher haldið aftur af sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert