Mesti vindhraði sem mælst hefur á Englandi var við Ermarsund í morgun þar sem rauð veðurviðvörun er í gildi vegna ofsaveðurs á suðurhluta Englands.
Samkvæmt Bresku veðurstofunni var hviða upp á 122 mílur/klst. en það samsvarar 54,5 m/s.
The Needles on the Isle of Wight recorded a wind gust of 122 mph this morning
— Met Office (@metoffice) February 18, 2022
This is provisionally the highest gust ever recorded in England#StormEunice ⚠️ pic.twitter.com/aNYMnFbMvT
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á facebook-síðu sinni að til samanburðar hafi mestu hviður á Reykjanesvita í illviðrinu 7. febrúar mælst 53-54 m/s.