Vindhraðamet slegin í ofsaveðrinu á Englandi

Fólk fýkur til og frá í London í dag.
Fólk fýkur til og frá í London í dag. AFP

Mesti vindhraði sem mælst hefur á Englandi var við Ermarsund í morgun þar sem rauð veðurviðvörun er í gildi vegna ofsaveðurs á suðurhluta Englands.

Samkvæmt Bresku veðurstofunni var hviða upp á 122 mílur/klst. en það samsvarar 54,5 m/s.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á facebook-síðu sinni að til samanburðar hafi mestu hviður á Reykjanesvita í illviðrinu 7. febrúar mælst 53-54 m/s.

Milljónum hefur verið gert að halda sig heima á suðurhluta Englands og í Wales á meðan ofsaveðrið gengur yfir en rauð viðvörun er í gildi til klukkan þrjú í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert