Vilja að þýskir ríkisborgarar yfirgefi Úkraínu

Þjóðverjar óttast áætlanir Rússa.
Þjóðverjar óttast áætlanir Rússa. AFP

Utanríkisráðuneyti Þýskalands biður þýska ríkisborgara í Úkraínu um að yfirgefa landið núna, en óttast er að Rússar ráðist inn í nágrannaríki sitt á næstu dögum.

Í gærkvöldi sagði Joe Biden Banda­ríkja­for­seti að hann væri full­viss um að Vla­dimir Pútín Rúss­lands­for­seti væri bú­inn að taka ákvörðun um að gera inn­rás í Úkraínu.

Þýska flugfélagið Lufthansa sagði einnig að það myndi hætta reglulegu flugi til borganna Kyiv og Odessa frá og með mánudeginum og til lok febrúar.

Flugfélagið mun bjóða upp á takmarkaðan fjölda flugferða til borganna tveggja núna um helgina áður en gert verður hlé á þjónustunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert