Beittu kylfum og piparúða gegn mótmælendum

47 mótmælendur voru handteknir í gær.
47 mótmælendur voru handteknir í gær. AFP

47 voru hand­tekn­ir í mót­mæl­um í miðborg Ottawa í Kan­ada í gær. Til átaka kom og beitti lög­regl­an kylf­um og piparúða gegn mót­mæl­end­um.

Síðustu vik­ur hafa Kan­ada­menn harðlega mót­mælt sótt­varnaaðgerðum stjórn­valda og eru mót­mæl­end­ur sagðir hafa her­tekið miðborg kanadísku höfuðborg­ar­inn­ar og kastað gas­hylkj­um og reyk­sprengj­um að lög­reglu.

Lögregla beitti piparúða gegn mótmælendum.
Lög­regla beitti piparúða gegn mót­mæl­end­um. AFP

Lög­regl­an skipaði mót­mæl­end­um að fara, ann­ars yrðu þeir hand­tekn­ir. Nokk­ur hundruð hundsuðu skip­un lög­reglu og veifuðu kanadíska fán­an­um, skutu upp flug­eld­um og sungu rokklagið „We're Not Gonna Take It“ fram á nótt.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu þarlend­is hafa 170 manns verið hand­tekn­ir síðan aðgerðir lög­reglu hóf­ust, þar af 47 í gær.

Þá voru vöru­bíl­ar mót­mæl­enda dregn­ir á brott og tjöld og mat­ar­bás­ar þeirra rif­in niður.

Mótmælendur veifuðu kanadíska fánanum.
Mót­mæl­end­ur veifuðu kanadíska fán­an­um. AFP
Vörubílar voru dregnir á brott.
Vöru­bíl­ar voru dregn­ir á brott. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka