Beittu kylfum og piparúða gegn mótmælendum

47 mótmælendur voru handteknir í gær.
47 mótmælendur voru handteknir í gær. AFP

47 voru handteknir í mótmælum í miðborg Ottawa í Kanada í gær. Til átaka kom og beitti lögreglan kylfum og piparúða gegn mótmælendum.

Síðustu vikur hafa Kanadamenn harðlega mótmælt sótt­varnaaðgerðum stjórn­valda og eru mótmælendur sagðir hafa hertekið miðborg kanadísku höfuðborgarinnar og kastað gashylkjum og reyksprengjum að lögreglu.

Lögregla beitti piparúða gegn mótmælendum.
Lögregla beitti piparúða gegn mótmælendum. AFP

Lögreglan skipaði mótmælendum að fara, annars yrðu þeir handteknir. Nokkur hundruð hundsuðu skipun lögreglu og veifuðu kanadíska fánanum, skutu upp flugeldum og sungu rokklagið „We're Not Gonna Take It“ fram á nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þarlendis hafa 170 manns verið handteknir síðan aðgerðir lögreglu hófust, þar af 47 í gær.

Þá voru vörubílar mótmælenda dregnir á brott og tjöld og matarbásar þeirra rifin niður.

Mótmælendur veifuðu kanadíska fánanum.
Mótmælendur veifuðu kanadíska fánanum. AFP
Vörubílar voru dregnir á brott.
Vörubílar voru dregnir á brott. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert